VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
LÝSING
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýli í La Regia hverfinu í Cabo Roig, fínar suður svalir eru út frá stofu með æðislegu útsýni yfir allt hverfið og niður að sjó. Mjög stutt að labba í alla þjónustu, Laugaveginn í Cabo Roig, Consum matvöruverslun, markað á fimmtudögum og fjöldan allan af veitingastöðum. Hér er allt í göngufæri og ekki nauðsynlegt að hafa bíl og mikið af fallegum gönguleiðum meðfram ströndinni. Fallegur almennings garður en við hliðina á húsin og þar eru rólur og leiktæki fyrir börn. Það er ekki sundlaugargarður með þessari eign, en það er mjög stutt á ströndina. Íslendingarfélagið á Spáni er með félagsheimilið SETRIÐ á jarðhæð húsins, þar eru margir skemmtilegir viðburðir.
Stofa, eldhús og borðstofa
Stofan er björt með góðu sófasetti, sófaborði og fallegum skenk með sjónvarpi, Wifi tenging er í íbúðinni. Út frá stofu er útgengi á góðar svalir þar sem eru borð og stólar. Frá svölum er æðislegt útsýni yfir hverfið og niður að ströndinni í Cabo Roig. Eldhúsið er með góðu skápaplássi, stórum ísskáp með frystiskáp, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Loftkæling er í stofunni.
Svefnherbergin eru tvö
Gott hjónaherbergi með hjónarúmi og góðum skápum. Hitt herbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskáp.
Baðherbergi
Baðherbergið er með salerni, vaski, sturtu og léttri innréttingu. Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu, einnig er hárblásari.