Site logo

SPURT OG SVARAÐ

Hér leggjum við fram svör við nokkrum spurningum sem hafa borist okkur undanfarin ár vegna bókunar á leiguíbúð.

1. Þú velur leigueign og þá daga sem þú óskar eftir að bóka og fyllir út bókunarbeiðni á heimasíðunni okkar.

2. Við afgreiðum fyrirspurnina þína og fáum staðfestingu frá eiganda um að eignin sé laus til leigu fyrir þig.

3. Við sendum þér aðgang að þínu svæði þar sem þú greiðir staðfestingargjald með kortagreiðslu í gegnum Rapyd greiðslumiðlun.

4. Að lokum er seinni hluti leigu, trygging, brottfararþrif og þjónustugjald greitt 6 vikum fyrir komudag með kortagreiðslu í gegnum Rapyd greiðslumiðlun.

www.flyplay.is – www.heimsferdir.is – www.icelandair.is – www.plusferdir.is

Leigubílar eru ávallt við flugstöðina. Einnig bjóðum við upp á flugvallarakstur sem er hægt að bóka á www.spann.is/akstur

Það fer eftir leigueign hvar og hvenær lyklar eru afhentir. 
Flestir lyklar eru afhentir á skrifstofunni okkar í Verslunarmiðstöðinni Fjörðurinn í Hafnarfirði um viku fyrir brottför.
Nokkrar leigueignir eru með lyklabox við eignina á Spáni og fá þá gestir sendan númerakóða að lyklaboxinu fyrir brottför.
Við sendum tölvupóst til gesta þegar líða fer að brottför með nánari upplýsignum um lyklaafhendinguna.

Leigjandinn hefur alltaf tvö lyklasett til afnota meðan á leigutíma stendur.

Innifalið er WiFi internet, vatn og rafmagn – þó er hámark 15-35 kWh stundir af rafmagni innifalið pr. dag (fer eftir leigueign). 
Í leigueignum er kWh stunda teljari sem auðveldar gestum að fylgjast með sinni notkun.

Greiða þarf sérstaklega fyrir brottfararþrif á leigueign. Þrifakostnaður er mishár eftir stærð eignar eða frá €80 upp í €250 og er greiddur með leigugreiðslu eða greiðsla fyrir þrifum skilin eftir í leigueign á brottfarardegi.

Einnig þarf að greiða €300 í tryggingu sem fæst endurgreidd á innan við 10 dögum frá heimkomu þegar lyklum hefur verið skilað og engar skemmdir hafa verið unnar á leigueigninni eða húsbúnaði.

Trygging er endurgreidd ekki seinna en 10 dögum eftir brottför úr leigueign og eftir að lyklum hefur verið skilað.

Trygging:
Sem tryggingu fyrir leigugreiðslum, verulegri misnotkun á eigninni og/eða skemmdum verður að greiða tryggingu uppá 300€ sem greiðist með lokagreiðslu leigu. Ekki er verið að leggja fram tryggingu vegna þess að glös, diskar og annað lítilsháttar getur brotnað heldur fyrir skemmdum eða eyðileggingu. Eigandi eignarinnar áskilur sér rétt að taka af framangreindri upphæð ef slík misnotkun eða eyðilegging hefur átt sér stað á eigninni.  Tryggingarfé 300€ er endurgreitt eigi síðar en 10 dögum eftir dvöl inná sama kort og greitt var með þegar lyklum hefur verið skilað og búið að fara yfir leigueign, gera upp rafmagn ef þarf og allt verið í lagi.  Umsjónaraðili á Spáni fer yfir leigueign og lætur eiganda og okkur vita ef eitthvað er

Afhending er kl: 16:00 á komudegi.
Skila þarf leigueign kl: 12:00 á brottfarardegi.

Vegna öryggissjónarmiða er ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang á leigueign á heimasíðunni. 

Í leigueignum eru svokölluð Aircon tæki eða loftræstikerfi sem hægt er að stilla bæði á kælingu eða hitun. Flestar eignir eru með slík kerfi í öllum herbergjum en þó eru einstaka leigueignir aðeins með í stofunni og hjónaherbergi.

Já það er óskað eftir því að leigjendur taki af rúmum og safni saman á einn stað í leigueign óhreinum rúmfötum og handklæðum á brottfarardegi.

Já það er hægt og gott að panta þrifin með smá fyrirvara. Upplagt að láta þrífa þegar þið skjótist í skemmtigarðinn með börnin.

Já það er ætlast til þess að grillinu sé skilað í sama ástandi og við komu í eignina.  Einnig að gengið sé frá öllu leirtaui og uppþvottavél tóm.

Já Spánverjar eru aðeins byrjaðir að flokka ruslið, sjá meðfylgjandi mynd.  Ekki eru sorpgeymslur í íbúðakjörnunum sjálfum heldur eru ruslagámar á nokkrum stöðum í öllum hverfum og fara þarf með ruslið þangað.

Í hverjum íbúðakjarna eru húsreglur sem þarf að fara eftir og reglurnar má finna á skiltum í sundlaugargarðinum. Venjulega má ekki fara í sundlaugarnar eftir kl: 22 eða 23 á kvöldin.

Í öllum íbúðakjörnum eru húsreglur og margar þeirra kveða á um að það megi ekki vera með vindsængur eða uppblásin leikföng. Það hafa átt sér sorgleg slys þar sem börn hafa verið að kafa og komast ekki upp vegna fjölda vindsængna í lauginni.

Þú færð áfyllingu á gaskút á næstu bensínstöð, einnig selja margar Kínabúðir áfyllingu á gaskúta.

Það er mismunandi eftir íbúðakjörnum hvort sólbekkir séu við laugina eða ekki.

Já það er WiFi internet í leigueignum. Einnig eru margar leigueignir með snjallsjónvarp og IPTV áskriftarpakka en úrval sjónvarpsstöðva er mismunandi eftir hverjum og einum móttakara.  Leigjendur geta líka athugað með að taka t.d. með sér til Spánar sitt eigið Apple TV eða sinn eigin afruglara og tengjast þannig sínum áskriftarveitum á Spáni.

Það er ekki ólíklegt að þetta tengist álagi, prófaðu að gera eftirfarandi:
1. Slökkva á öllum raftækjum, aircon og svo framvegis.
2. Sláðu út öllum öryggjum og lekaliða í rafmagnstöflu.
3. Settu lekaliðann aftur upp.
4. Sláðu rólega inn einu og einu öryggi og sjáðu hvort þetta komi ekki til baka og haldist inni.

Radio Taxi sími: +34 966 761088 og +34 966 730038
Taxicosta sími: +34 966 442376 og +34 607 770023

Heilsugæslan/læknavaktin í Cabo Roig er opin allan sólarhringinn, hvítt hús sem stendur á AV.
Gott að vera með Evrópska sjúkratryggingakortið. 

Centro de Salut de Orihuela Costa.
Heimilisfang: Calle del Mar 1, 03189 Orihuela Costa.
Sími: 966 748 343
Sjá staðsetningu á korti hér: https://goo.gl/maps/hMJs8aVHw8Db6Dnz5

Já neyðarnúmerið á Spáni er 112

Við erum einnig með neyðarsíma +354 620-6500 sem leigjendur geta hringt í ef eitthvað brýnt kemur uppá.
Vinsamlega notið aðeins þetta númer í neyð fyrir eitthvað sem ekki getur beðið opnunartíma skrifstofu.

Önnur símanúmer:
Sjúkrabíll 112
Lögregla 092
Guardia civil 062
Slökkvilið 080

Sjúkrahús:
Orihuela Vega Baja San Bartolome Hospital Sími:965 877 500
Torrevieja Hospital Sími:965 721 200

Flugvöllur
Alicante flugvöllur sími: 966 919 000

©Viva Fortuna ehf. kt: 510315-2270
Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn – 2.hæð, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sími + 354 558-5858 – bokun@sumarhusaspani.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum