Site logo

UMSAGNIR GESTA

Aðbúnaðurinn hér í húsinu er frábær

Erum hér að ganga frá og langaði að senda þér nokkrar línur. Dvölin hér hefur verið mjög ánægjuleg og allt gengið upp. Aðbúnaðurinn hér í húsinu er frábær , allt til alls. Höfum verið heppnar með veður og getað legið aðeins í sólbaði á milli þess sem við höfum skoðað okkur um hér í nágrenninu.
Samantektin þín á heimasíðunni er mjög góð og höfum við stuðst við hana að mestu. Keyrðum upp í Guadalest, fórum að Algarfossunum og svo til Elche. Svo eyddum við auðvitað líka smá tíma í versla. Þetta hefur verið mjög afslappað hér hjá okkur og greinilegt að það er komið smá lægð hér í ferðamannastraumurinn svona þegar haustar.
Kveðja Jóhanna Bryndís, Sigrún María og Sigrún Stefáns.

 

Garðurinn með mjög góðri sundlaug

Takk kærlega fyrir afnotin af húsinu. Dvölin þarna var alveg frábær og spilaði þar góð loftkæing ansi stórt hlutverk.  Húsið allt eins og það leggur sig er alveg frábært, og garðurinn með mjög góðri sundlaug sem ætti að henta öllum gömlum sem ungum.  Stutt er í verslun og veitingastaði sem hentar mjög vel. Mæli með Ping pong staðnum upp á horni eins og við köllum það. Frábært hús og allt 100%
Takk kærlega fyrir okkur, Orri og Fannella.

Nóg pláss fyrir stóra fjölskyldu

Við vorum í 4 vikur í þessu glæsilega húsi (Sólvöllum). Frábær staður til að vera á, stutt í allt og nóg pláss fyrir stóra fjölskyldu. Ég get svo sannarlega mælt með þessum stað, mjög stutt í „mollin“ fyrir konurnar, stutt í Go-Cart, sundlaugargarð og flottar strendur.  Húsið er allt hið glæsilegasta, vel búið, cosy og snyrtilegt. Flottur garður á bakvið húsið þar sem sundlaugin er, algjör snilld að „chilla“ þar á vindsæng. Við vorum 6 fullorðnir og með eitt ungabarn og öllum leið vel. Við þökkum kærlega fyrir afnotin af húsinu og getum svo sannarlega mælt með því.
Kv, Jón Trausti Snorrason

Þar var yndislegt að sitja úti á kvöldin

Kærar þakkir fyrir afnotin af húsinu ( Sólvöllum) í sumar. Við erum mjög ánægð með ferðina. Húsið er frábært í alla staði, nóg pláss fyrir alla í fjölskyldunni og gesti. Sundlaugargarðurinn er mjög notalegur og svo var veröndin mikið notuð. Þar var yndislegt að sitja úti á kvöldin.  Við ferðuðumst aðeins um nágrennið, fórum á þessa helstu ferðamannastaði, skemmtigarða og síðast en ekki síst í „mollin“ með dæturnar og vinkonu. Eins var strandarlífið skoðað.
Næst þegar okkur langar að sleikja sólina í útlöndum þá eigum við örugglega eftir að skoða þennan valkost aftur því þetta er frábært hús á skemmtilegu svæði þar sem veðursældin er einstök.
Enn og aftur takk fyrir okkur, Ásta, Ommi og co

Vorum þarna 7 saman og öllum leið vel og nóg pláss

Okkur l angar til að þakka fyrir leiguna á húsinu ykkar Sólvöllum. Þetta er alveg frábært hús sem tekur vel á móti manni, góður andi.  Vorum þarna 7 saman og öllum leið vel og nóg pláss fyrir alla. Mjög skemmtilegur staður, rólegur og gott að láta sér líða vel. Löbbuðum mikið um og sáum alltaf eitthvað nýtt.  Sundlaugin mikið notuð enda var mjög heitt, meira segja tengdapabbi fór oft í laugina 😉 Erum strax farin að huga að annari ferð og kemur ekki annar staður til greina að svo stöddu.
Takk kærlega fyrir okkur, Bára, Valdi og co.

Þetta var algjör paradís

Hæ og hó … og takk fyrir síðast.
Þetta var algjör paradís, frábært hús og öll aðstaða til fyrirmyndar !!!  Ég er alveg ákveðin í að koma aftur – búin að skipuleggja í huganum vinkonuferð, frænkuferð, fjölskylduferð, hljómsveitaferð.
Enn og aftur takk fyrir mig :o) Kveðja Arna

Við nutum bókanna sem þið eruð með þarna

Ég er nýlent hérna í Kaupmannahöfn og búin að hafa það mjög gott í
húsinu þínu. Fengum sól og blíðu flestalla dagana og nýttum
sundlaugargarðinn mikið. Alveg hreint yndislegt 😉  Við nutum bókanna sem þið eruð með þarna hinsvegar í botn, ég var ekki viðræðuhæf 2 dagana þar sem ég var að lesa Arnald og svo Mikeal Torfa
Með bestu kveðju, Fanney

Flottar strendur og gott frí

Mjög svo skemmtilegt hús á skemmtilegum stað og skemmtilega sett upp hjá ykkur,góðar upplýsingar og góð þjónusta allir svo jákvæðir og glaðir.
Við vorum líka mjög heppin með veður aðeins of heitt ef eitthvað var í síðustu daganna fyrir svona íslending eins og mig.  Flottar strendur og gott frí Takk fyrir. (Ég hefði samt viljað vera lengur)  Vonandi skiluðum við þessu vel frá okkur líka.
Með kveðju, Sævar Sigurðsson

Laugardagsmarkaðurinn á Playa Flamenca er skemmtilegur

Við höfum átt yndislegan tíma hér í Sólvöllum – Húsið er glæsilegt og allur aðbúnaður í toppi.   Við ferðuðumst ekki ýkja mikið en fórum í Aquapolis vatnsleikjagarðinn í Torrevieja, lítill en mjög þægilegur garður – gott að koma snemma ef maður vill fá bekki til að slaka á og slöngu til að geta farið í tækin.
Fórum líka í Terra Mitica tivolíið við Benidorm. Til að komast þangað fer maður út á Motorveg AP-7 og keyrir alla leið þangað til að koma skilti sem stendur Benidorm-Terra Mitica og útaf keyrsla til hægri – 65 A – restin leiðir mann áfram. Þar er hægt að eyða öllum deginum.
Fórum líka í verslunarmiðstöðina Espacio Mediterraneo – gott „MOLL“ með öllum helstu verslunum – er innandyra. Farið er útá AP-7 í átt að Cartagena – rétt áður en komið er að Cartagena sést á hægri hönd Toys R Us og fleiri þekkt vörumerki – Carrefour er þar líka.
Laugardagsmarkaðurinn á Playa Flamenca er skemmtilegur – ekki mjög troðið af fólki – opinn ca. 10:00-14:00. Æðislegur grillaður kjúklingur þar – gott að taka með heim – einnig fyrir utan verslunina Consum er hægt að kaupa grillaðan kjúkling.
Göngugatan/Strandgatan í Torrevieja er gaman að ganga á kvöldin – fullt af sölubásum – opinn öll kvöld – stórt Tivolí er þar líka svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Í miðbænum eru göturnar þröngar og mikið um einstefnugötur, en gott er að keyra eftir skiltum sem á stendur Tourist Info og þá kemur maður að þessu – gott að leggja bílnum í bílastæðahús „Carmen del Virgin“ (minnir mig að það heiti) Það er vel merkt allstaðar í miðbænum.
Takk kærlega fyrir okkur, Gylfi Þór, Sigrún Gliese, Aron og Sara, Sigga, Bragi og Dagmar Ýr

©Viva Fortuna ehf. kt: 510315-2270
Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn – 2.hæð, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sími + 354 558-5858 – bokun@sumarhusaspani.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum