VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
8 manns -
Svefnherbergi4
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm3
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Húsið er á mjög góðum stað í Cabo Roig þar sem stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf alla daga. Consum matvöruverslunin er í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu. Falleg stofa með rúmgóðum hornsófa ásamt stækkanlegu borðstofuborði, sjónvarpi, loftkælingu og viftu. WiFi internet í gegnum ljósleiðara og margar sjónvarpstöðvar í boði. Út frá stofunni er gengið út í mjög stóran garð sem er við húsið sem er allur flísalagður.
Vel búið eldhús er á jarðhæð með öllum helstu áhöldum til matargerðar. Út frá eldhúsi er flísalagður bakgarður með glerlokun að hluta, þar er þvottavél. Þaðan er einnig hægt að ganga út í garðinn við húsið.
Svefnherbergin eru fjögur
Svefnherbergi 1: Er á fyrstu hæð með 150x200 hjónarúmi og einnig er vifta.
Svefnherbergi 2: Er á annari hæð með 180x200 hjónarúmi, loftkælingu, viftu, fataskápum, kommóðu og litlum svölum. Innangengt er inná baðherbergi með baðkari og sturtuaðstöðu.
Svefnherbergi 3: Er á annari hæð með 160x200 hjónarúmi, loftkælingu, fataskápum og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu.
Svefnherbergi 4: Lítið risherbergi með tveimur einstaklingsrúmum og viftu, herbergið er gluggalaust og ekki með loftkælingu.
Sængur eru í húsinu sem gestir geta notað á haustin og vorin eða eftir þörfum, einnig er barnaferðarúm og matarstóll.
Baðherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.
Á annari hæð eru tvö baðherbergi - innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, baðkari með sturtuaðstöðu og vaski.
Innaf hinu svefnherberginu er gott baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari og sléttujárn er í húsinu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Svalir, stór flísalagður garður með heitum potti og sameiginleg sundlaug
Mjög stór einkagarður er við húsið sem er allur flísalagður, þar er vandað sófasett, stórt hringborð með þægilegum stólum, Weber gasgrill, sólbekkir, stór sólhlíf, útisturta og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar á Spáni. Einnig er vandaður heitur pottur með nuddstútum á veröndinni sem hægt er að hafa kaldari á sumrin.
Á annarri hæð eru svalir út frá svefnherbergi með útsýni yfir garðinn og einnig litlar svalir frá ganginum.
Á þriðju hæð hússins eru góðar þaksvalir með útsýni yfir garðinn og til sjávar, þar eru sólbekkir.
Út frá verönd fyrir framan húsið er farið í sameiginlega sundlaugargarðinn. Þar er stór sundlaug með nuddpotti og sturtur.