Er staðsettur í Torrevieja og hefur upp á öll þau helstu vatnaleiktæki og brautir að bjóða sem er í stærri görðum.
Frábært að taka með sér nesti í kæliboxi og eyða deginum þarna. Mini park fyrir litlu börnin, öldulaug og frábærar rennibrautir fyrir þá sem vilja meira fjör.
Hinum megin við N-332 er verslunarmiðstöðin Habaneras og afþreyingarstaðurinn Ozone þar sem bíósalirnir eru og keiluhöllin.
Brautirnar eru á nokkrum stöðum á Costa Blanca svæðinu þar sem bæði ungir sem aldnir geta reynt á aksturshæfileika sína en á þessum brautum eru til leigu miskraftmikilir bílar.
Go-kart bílar eða allt eftir aldri og getu hvers og eins. Leiguverð á Go-kart bíl er mismunandi eftir stærð og krafti bílanna.
Fín Go-kart leiga er við N-332 stutt frá minni Carrefour versluninni.
Lo Rufete er fjölbreyttur ævintýragarður staðsettur í San Miguel de Salinas. Hvort sem þig langar í reiðtúr, leika þér á fjórhjóli, skella þér í zip line, fara í litabolta (paintball), bogfimi, skotfimi (paintball), kajak, minigolf og svo mætti lengi telja. Þú finnur fjöldann allan af afþreyingu þarna. Veitingasala er á staðnum.
Athugið að ef leigja á fjórhjól þarf að framvísa ökuskírteini.
Hægt er að bóka á netinu: https://lorufete.com/en/
Heimilisfangið er:
Ctra. Torrevieja-Orihuela. Cruce hacia Torremendo C.V. 951, km. 1 03193 San Miguel de Salinas, Alicante.
Langstærsti skemmtigarður Costa Blanca svæðisins og er algjör ævintýraheimur bæði fyrir unga sem aldna. Það er nauðsynlegt að heimsækja garðinn að minnsta kosti einu sinni.
Best er að gera ráð fyrir að vera í garðinum allann daginn, mikið af tækjum fyrir alla aldurshópa.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu garðsins www.terramiticapark.com/
DinoPark eða Risaeðlugarðurinn er tilvalinn fyrir fjölskyldufólkið að heimsækja. Garðurinn er staðsettur í bænum Algar. Þarna má finna ýmsa skemmtun fyrir unga sem aldna. Í DinoPark „lifna“ risaeðlurnar við með hljóðum og hreyfingum. Hægt er að taka þátt í „uppgreftri“, skoða steingervinga, fara í 3D bíó og margt fleira.
Hægt er að kaupa veitingar á staðnum en tilvalið er að taka með sér nesti og njóta innan um risavaxnar risaeðlur.
Heimilisfang: DinoPark Algar Partida Segarra s/n, Callosa d’en Sarrià, Alicante
Það tekur tæpar tvær klukkustundir að keyra frá okkar svæði.
https://www.dinopark.eu/en/algar
Tilvalið er að byrja eða enda daginn í Fonts de l’Algar fossunum eða skoða kastalaþorpið í Guadalest sem er rétt hjá.
Dýragarðurinn í Elche er skemmtilegur að heimsækja þar geta gestir dýragarðsins gengið um og skoðað dýrin og gaman er að kaupa hnetur sem eru seldar á staðnum og gefa dýrunum.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu garðsins www.riosafari.com/
Lítill skemmtigaður í Santa Pola rétt fyrir norðan Torrevieja. Ókeypis er í þennan skemmtilega skemmtigarð þar sem eru hoppukastalar, rennibrautir, vatnabátar, mini golf og fjöldinn annar af leiktækjum.
Þarna eru einnig veitingastaðir, ísbúðir og margt fleira.