Site logo

Götumarkaðir eru stór þáttur í menningu spánverja og á mörgum þeirra er mikið úrval grænmetis og ávaxta beint frá bændum. Einnig er mikið af handunninni vöru, ásamt ódýrum fatnaði, leikföngum, dúkkum og alskyns varningi. Fátt er skemmtilegra en að rölta um markaðina og skoða úrvalið, tala nú ekki um að prútta við innfædda.

Fimmtudagar

Í Cabo Roig hverfinu í götunni Calle Fuego sem er rétt fyrir neðan Heilsugæsluna er lítil markaður á fimmtudögum. Þar sem má kaupa ferskt grænmeti, ávexti, grillaðan kjúkling og svo auðvitað þetta allt þetta hefbundna dótarí. Þessi markaður er frekar lítill í sniðum.

Föstudagar

Í Torrevieja er mjög stór markaður með 560 básum og yfir 10 kaffihúsum. Verður oft mikil mannþröng og gott að vera snemma á ferðinni til að fá stæði. Í Torrevieja er einnig kvöldmarkaður við strandgötuna í miðbænum og er hann opin öll kvöld.

Laugardagar

Laugardagsmarkaðurinn í Playa Flamenca er nokkuð stór markaður með 240 básum. Hann er í götunni Calle Nicolas de Bussi. Þarna er allt milli himins og jarðar til sölu og virkilega gaman að rölta um og gera góð kaup.

Sunnudagar

Sítrónumarkaðurinn er sérstaklega skemmtilegur og í miklu uppáhaldi hjá okkur. Hann er í ca. 20-30 mín. akstursfjarlægð frá hverfinu okkar. Hann er haldin á sítrónuakri og þaðan kemur nafnið.  Keyrt er eftir N-332 áleiðis til Alicante, stuttu eftir að komið er framhjá La Mata er beygt út af við stórt hringtorg, í raun sér maður bara hvert umferðin liggur.

Skó markaður

Salvador Artesano er risa stór skómarkaður er í Elche þar sem seldir eru skór beint frá framleiðanda. Þarna er gríðarlegt úrval af skóm á börn og fullorðna á mjög góðu verði.  Ekki tekur nema ca. 40 mín að keyra þangað frá Cabo Roig svæðinu. Heimasíðan þeirra er www.salvadorartesano.com

Kína búðir

Mjög víða hafa sprottið upp kínabúðir sem selja ótrúlegustu hluti á mjög lágu verði. Það er alveg tilvalið að skella sér á einn eða tvo svona kínamarkaði og skoða og gera góð kaup, sumir eru svo stórir að þetta eru bara heilu vöruhúsin af dóti. 

 

 

 

©Viva Fortuna ehf. kt: 510315-2270
Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn – 2.hæð, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sími + 354 558-5858 – bokun@sumarhusaspani.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum