VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Hjónarúm2
LÝSING
Falleg og vel búin íbúð á góðum stað í Lomas de Cabo Roig hverfinu með stórum 65 fm. þaksvölum sem tilheyra þessari íbúð eingöngu. Allur helsti búnaður er til staðar, Wifi, Weber gasgrill, loftkæling o.s.frv. Stór sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang að, hverfið er rólegt og gott. Veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig svo dæmi sé tekið. Einnig er mjög stutt á fjölmarga flotta golfvelli sem eru þarna allt í kring, Las Ramblas, Villamartin og Campoamor.
Gengið er beint inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og opið inní eldhúsið. Í stofunni er góður hornsófi, smart TV, dvd spilari, vifta í loftinu, loftkæling og hægt að ganga út á svalir. Eldhúsið er vel búið með ísskáp með frystihólfi og öll helstu áhöld til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og viftu í loftinu.
Gestaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskáp og viftu í loftinu.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti og einnig er barnaferðarúm.
Baðherbergið
Rúmgott baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Þaksvalir og sundlaugargarður
Góðar svalir eru út frá stofunni með borði, tveimur sólstólum og Weber grilli. Íbúðinni fylgja einnig 65fm þaksvalir með frábæru útsýni yfir hverfið og til sjávar, þar eru sólbekkir, borð, stólar, kælir, reiðhjól og allskonar dót fyrir ströndina.
Í sameign er stór sundlaug með barnalaug og flott svæði með setubekkjum og sturtum í lokuðum/læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og njóta
Aðrar eignir stutt frá
Við erum einnig með fleiri íbúðir í Lomas de Cabo Roig hverfinu, íbúðir, raðhús og einbýlishús - frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.