VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Fallegt einbýlishús með einkasundlaug við Santa Rosalia Lake and life Resort baðlónið
Nýtt einbýlishús á einstökum stað við Santa Rosalia baðlónið. Húsið er mjög vel búið öllum nútímaþægindum og stutt er í alla helstu afþreyingu en Santa Rosalia Resort er lokað svæði með öryggisgæslu. Stór garður er við húsið með flísalagðri verönd, einkasundlaug, útiborði, Weber gasgrilli, stólum, sólhlíf og sólbekkjum, þar sem sólar nýtur allan daginn. Að auki eru tvennar stórar svalir með fallegu útsýni yfir svæðið með sólbekkjum, sófasetti og góðri aðstöðu, einnig er stutt að labba að fallega baðlóninu frá húsinu. Í stofunni er sófi og tveir stólar, snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og borðstofuborð með stólum. Eldhúsið er bjart og vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Hafa ber í huga við leigu á þessari eign að Santa Rosalia svæðið er enn að hluta til í byggingu og töluverðar framkvæmdir í gangi á svæðinu með tilheyrandi raski.
Svefnherbergin eru þrjú
Öll svefnherbergin eru með vönduðum rúmum og loftkælingu/hitun. Á efri hæð er mjög rúmgóð hjónasvíta með tvíbreiðu 180x200 cm rúmi, fallegu fataherbergi, sér baðherbergi innaf og útgengi út á svalir með húsgögnum. Á jarðhæð eru tvö rúmgóð gestaherbergi með góðum fataskápum, annað með tvíbreiðu 160x200 cm rúmi en hitt með tveimur rúmum 90x200 cm. Bæði svefnherbergin hafa sér baðherbergi innaf.
Baðherbergin eru þrjú
Þrjú falleg baðherbergi eru í húsinu og eru þau öll innaf svefnherbergjum, með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.
Santa Rosalia svæðið og golfið allt í kring
Santa Rosalia Lake and life Resort baðlónið er ca. 4 km. utan við strandbæinn Los Alcázares sem liggur að Mar Menor, einu stærsta innhafi Evrópu. Innan svæðissins er fjöldi tækifæra til útivistar og afþreyingar, mini golf, leikvellir, blak, jógasvæði, tennis, strandbar, göngu og hjólastígar ásamt líkamsræktarstöð. Meðfram strandlengjunni við Los Alcazares liggur 7 km göngugata (promenade) en þar er mikið líf allt árið um kring. Í Los Alcazares búa um 17 þúsund manns en á sumrin eru um 100 þúsund manns í bænum þegar ferðamannastraumurinn nær hámarki. Svæðið býður upp á úrval frábærra veitingastaða og mikla spænska menningu þar sem innfæddir búa þar allt árið um kring. Þrjár stórar verslunarmiðstöðvar eru í 10-20 mínútna akstursfjarlægð frá Santa Rosalia svæðinu. Um 25 og 35 mínútur tekur að keyra til sögufrægu borganna Cartagena og Murcia og um 50 mínútur til Alicante flugvallarins.
Paradís Golfara
Húsið er tilvalið til leigu fyrir golfara sem vilja blanda saman góðri slökun og golfi þar sem stutt er á marga góða golfvelli og má þar nefna mjög nálæga velli eins og Roda golf og La Serena sem hafa jafnframt mjög góð æfingasvæði. Mar Menor golfvöllurinn er við hlið svæðisins í fárra mínútna fjarlægð og stutt er á Hacienda Riquelme, El Valle, Lo Romero, Saurines, Villamartin, Las Colinas og fleiri. Í Murcia sýslu þar sem bærinn Los Alcazares er staðsettur, eru 22 golfvellir.