VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
8 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Glæsilegt raðhús í Vista Azul XXV kjarnanum í Lomas de Cabo Roig hverfinu, loftkæling í öllum herbergjum og stofu.
Matvöruverslunin Iceland og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig.
Fyrir framan húsið er góð verönd og þaðan er gengið beint inn í fallegra stofu með svefnsófa, borðstofu og opið er inní eldhúsið. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp og frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar. Út úr eldhúsi er gengið beint út í bakgarðinn sem er flísalagður og þaðan er síðan gengið yfir í æðislegan sameiginlegan sundlaugargarð fyrir íbúðarkjarnann.
Svefnherbergin eru þrjú
Húsið er með þremur svefnherbergjum, eitt er á fyrstu hæð og hin tvö eru á annari hæð.
Herbergin eru með tveimur einstaklingsrúmum sem einnig má setja saman sem hjónarúm, góðum fataskápum og loftkælingu. Sængur, koddar og rúmföt fylgja. Einnig er vandað barnaferðarúm með sæng og kodda.
Baðherbergin eru tvö
Á 1. hæð er baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Á 2. hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja leigu og einnig er hárblásari í húsinu. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Verönd, svalir, þaksvalir og sundlaugargarður
Rúmgóðar verandir eru fyrir framan og aftan húsið með húsgögnum og einnig eru góðar svalir út frá herbergi á annari hæð, þaðan er síðan gengið uppá á þaksvalir, það er sófasett, útisturta, útieldhús með kæliskáp, sólbekkir og fallegt útsýni yfir hverfið og niður á strönd. Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar er sundlaug með barnalaug og sturtur og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta. Garðurinn er einstaklega fallegur mjög fjölskylduvænn og húsið er vel staðsett í garðinum.