VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
7 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm3
-
Kojur1
LÝSING
Íbúð 224 er á annari hæð með góðum svölum í Vista Azul XXVIII í Punta Prima hverfinu og er mjög vel búin. Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsana með útisundlaug, innisundlaug sem er yfirbyggð og upphituð, nuddpotti, sauna, leiksvæði fyrir börnin og líkamsræktar tækjum. Hverfið er mjög rólegt og gott, fjölmargir veitingastaðir, matvöruverslun og skemtilegar kínabúðir eru í 5 mín. göngufæri og ca. 4 mín akstur á ströndina, á markað og í La Zenia verslunarmiðstöðina. Einnig eru margir golfvellir stutt frá hverfinu eins og Campoamor, Villamartin, Las Colinas og Las Ramblas. Aðgangur að bílageymslu með einkastæði fyrir bílaleigubílinn fylgir með íbúðinni. Miðbær Torrevieja er síðan í ca. 10 mín. aksturfjarlægð frá og þar er frábært mannlíf alla daga, markaður á föstudögum, Tívolí og vatnagarðurinn Aquopolis.
Komið er beint inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, Smart TV með fjölmörgum sjónvarpsstöðvum m.a. RÚV, loftkæling og fallegt borðstofuborð með stólum. Frá stofunni er gengið út á góðar svalir með hornsófa og stólum og flottu útsýni yfir garðinn. Eldhúsið er bjart og vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Íbúðin er með þremur svefnherbergjum, hjónherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtuklefa. Frá hjónaherbergi er einnig hægt að ganga út á svalirnar. Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum sem einnig má færa saman og góðum fataskápum. Þriðja herbergið er með hjónarúmi og koju fyrir ofan. Öll svefnherbergin eru með loftkælingu og einnig eru sængur til að nota á vorin og haustin.
Baðherbergin eru tvö
Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Upphituð gólf á baðherbergjum. Baðhandklæði fylgja fyrir gesti og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.
Svalir og sundlaugargarður með leikvelli, innisundlaug og sauna
Gengið er út úr stofunni á fallegar svalir með útsýni yfir sundlaugargarðinn. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta. Í sameign Vista Azul sem er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði og aðeins gestir hafa aðgang að er frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa. Þar eru stór útisundlaug, upphituð og yfirbyggð innisundlaug, sturtur, nuddpottur, sauna, líkamsræktartæki, leiksvæði fyrir börn og Petanque völlur. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.