VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
LÝSING
Íbúðin er á efstu hæð í Villacosta Club II í göngufæri frá La Fuente kjarnanum þar sem finna má marga veitingastaði, bari, apótek, kínabúð o.fl. Við íbúðina er góður sameiginlegur sundlaugagarður með sundlaug og góðri aðstöðu til sólbaða. Stutt frá nokkrum golfvöllum svo sem Campoamor, Villamartin og Las Ramblas, tilvalið fyrir golfara.
Íbúðin er björt og falleg með útgengi út á stórar svalir frá stofu og borðstofu og þaðan er síðan gengið upp á þakverönd með borði, stólum, gasgrilli, stórri pergólu og glæsilegu útsýni til allra átta og til sjávar.
Í stofunni er sófi sem er einnig svefnsófi ásamt hægindastólum, snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og borðstofuborð með stólum. Eldhúsið er bjart og vel búið tækjum og búnaði.
Aðgangur að bílastæði ásamt 12fm geymslu fyrir golfsettin og ferðatöskurnar í bílakjallara fylgir íbúðinni.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergið er með 160x200 cm hjónarúmi, fataskáp og innangent inná rúmgott baðherbergi með sturtuklefa. Gestaherbergið er með tveimur 90x200 cm rúmum, má setja saman í eitt rúm, náttborð með þremur skúffum og fataskáp. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur og koddar ásamt rúmfötum eru í íbúðinni.
Baðherbergin eru tvö
Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu, hárblásari er til staðar. Baðhandklæði fylgja leigu.