VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Falleg og björt penthouse íbúð á frábærum stað með útgengi út á rúmgóðar svalir með borði, stólum, sófasetti og góðu útsýni. Frá svölum er gengið upp á fallega þakverönd með húsgögnum, sólbekkjum, Weber gasgrilli, útisturtu og markísu. Útsýnið er glæsilegt til allra átta m.a. yfir bæinn, til sjávar og til La Manga skagans. Í stofunni er sófi og stólar og snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og fallegt borðstofuborð með stólum. Eldhúsið er bjart og vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar. Íbúðinni fylgir einkabílastæði í bílakjallara. Við íbúðina er góður sameiginlegur sundlaugagarður með sundlaug, barnalaug og góðri aðstöðu til sólbaða.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu, inn af hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtu. Einnig er útgengt út á svalir frá hjónaherberginu.
Gestaherbergi með tveimur 80 x 200 cm einstaklingsrúmum, góðum fataskápum og loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota frá hausti til vors. Einnig er vinnuaðstaða með skjál í gestaherberginu svo gestir geta unnið að heiman.
Baðherbergin eru tvö
Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.
Um svæðið
Íbúðin er á efstu hæð í Residencial Velapi kjarnanum sem er staðsettur í spænska strandbænum Los Alcazares, Costa Blanca. Bærinn liggur að Mar Menor einu stærsta innhafi Evrópu. Meðfram strandlengjunni við Los Alcazares liggur 7 km göngugata (promenade). Ströndin er í um það bil 20 mínútna göngufæri frá íbúðinni en þar er mikið líf allt árið um kring. Í Los Alcazares búa um 17 þúsund manns en á sumrin eru um 100 þúsund manns í bænum þegar ferðamannastraumurinn nær hámarki. Svæðið býður upp á úrval frábærra veitingastaða í göngufæri frá íbúðinni og mikla spænska menningu þar sem innfæddir búa þar allt árið um kring.
Fjórar matvörubúðir eru í aðeins 5-7 mínútna göngufæri frá íbúðinni og þrjár stórar verslunarmiðstöðvar eru í 10-20 mínútna akstursfjarlægð. Um 25 og 35 mínútur tekur að keyra til sögufrægu borganna Cartagena og Murcia og um 50 mínútur til Alicante flugvallarins.
Paradís golfara
Íbúðin er tilvalin til leigu fyrir golfara þar sem stutt er á marga góða golfvelli og má þar nefna mjög nálæga velli eins og Roda golf (2 mín í bíl) og La Serena (8 mín) sem hafa jafnframt mjög góð æfingasvæði. Einnig er stutt á Mar Menor, Hacienda Riquelme, El Valle, Lo Romero, Saurines, Villamartin, Las Colinas og fleiri. Í Murcia sýslu þar sem Los Alcazares er staðsettur, eru 22 golfvellir.