VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
LÝSING
Íbúðin er á efstu hæð í Silene kjarnanum í Punta Prima hverfinu og er mjög vel búin. Hverfið er mjög rólegt og gott, veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á markað, La Zenia mallið og á ströndina. Einnig eru margir golfvellir stutt frá svæðinu eins og Campoamor, Villamartin, Las Colinas og Las Ramblas.
Komið er inn í anddyri með góðum forstofuskáp og opið inní fallega stofu sem einnig er borðstofa. Í stofunni er sófi sem einnig er svefnsófi, snjallsjónvarp, WiFi internet, loftkæling og borðstofuborð með stólum. Eldhúsið er bjart og vel búið og þaðan er síðan gengið inní þvottahús/geymslu. Í eldhúsinu er uppþvottavél, örbylgjuofn, kaffivél, samlokugrill, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar. Einkabílastæði fylgir íbúðinni.
Svefnherbergin eru tvö
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni, gistipláss er því fyrir 4 fullorðna og 2 börn. Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu. Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum, góðum fataskáp og loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og haustin.
Baðherbergi
Baðherbergi er með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Svalir, þaksvalir og sameiginlegur sundlaugargarður
Gengið er út úr stofunni á fallegar svalir sem snúa í austur og með útsýni yfir sundlaugargarðinn. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta. Borð með sex stólum og gasgrill er á svölunum. Stórar þaksvalir eru yfir íbúðinni og er innangengt uppá svalirnar frá stofunni, þar er sófasett, sólbekkir, kolagrill, útisturta og pergóla.
Í sameign Silene er sundlaugargarður sem aðeins gestir hafa aðgang að, þar eru sundlaug, barnalaug, jacuzzi pottur og sturtur. Þarna er einnig frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.