VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
8 manns -
Svefnherbergi4
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm3
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Fallegt og vel staðsett endaraðhús með fjórum svefnherbergjum og gistirými fyrir allt að 8 manns. Staðsetning hússins er mjög barnvæn þar sem verönd hússins er beint á móti sundlaugargarðinum sem er í lokuðum kjarna. Þrjú baðherbergi eru í húsinu, eitt á hverri hæð. Öll rými hússins með öflugum varmadælum sem kæla eða hita húsið eftir þörfum.
Lóð hússins er afgirt og hægt er ganga með húsinu í bakgarð, einnig er útgangur úr eldhúsi í bakgarðinn. Sólbaðsaðstaða og gott rými er til að borða úti bæði á verönd og í bakgarði.
Á fyrstu hæð er góð stofa ásamt borðstofu, stækkanlegt borðstofuborð með 6 stólum er í borðstofu. Úr stofu og eldhúsi er hægt að ganga beint út á flísalagða verönd sem liggur umhverfis húsið á þrjá vegu, þar eru sólbekkir, borð og stólar.
Eldhús er á 1. hæð, bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, þvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill, örbylgjuofn og öll helstu áhöld til matargerðar. Borðbúnaður er fyrir allt að 10 manns og einnig er matarstóll fyrir ungabörn. Út úr eldhúsi er hægt að ganga út í bakgarðinn við húsið sem er flísalagður, þar er góð aðstaða til að borða úti og glæsilegt hlaðið kolagrill og gasgrll.
Svefnherbergin eru fjögur
Á jarðhæð er svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi 140cm. Á 2. hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi en hitt herbergi með einstaklingsrúmum sem hægt er að færa samana. Á efstu hæð hússins er svo stórt herbergi með hjónarými og baðherbergi með sturtu. Ekki er WC í því baðherbergi.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja og einnig er gott barnaferðarúm fyrir ungabörn.
Baðherbergin eru þrjú
Á jarðhæð hæð er lítið baðherbergi með salerni og vaski. Á 2. hæð er gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtu, lítilli innréttingu og hillum.
Á 3. hæð er rúmgott baðherbergi með vask og sturtu.
Baðhandklæði fylgja húsinu og einnig er hárblásari, en gestir eru beðnir um að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Sundlaugargarður
Stór sameiginlegur sundlaugargarður er á milli húsanna, þar er sundlaug með barnalaug og sturtur. Þangað er hægt að fara með sólbekki og slaka á við sundlaugina.
Húsið er nr. 20 og er vel staðsett, þú horfir út til sundlaugarinnar frá verönd og sérð til beggja innganga inn í garðinn. Húsinu fylgir stórt útigrill, útihúsgögn fyrir 12 til 18 manns og sólbekkir fyrir 6. Securitas öryggiskerfi er í húsinu sem auðvelt er í notkun og ætlast er til þess að leigutakar noti kerfið.