VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
5 manns -
Svefnherbergi2
-
Hjónarúm1
-
Kojur1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Íbúðin er á mjög góðum stað í Playamarina II íbúðarhótelinu í Cabo Roig, stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf á daginn og kvöldin. Consum matvöruverslunin er í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu. Við erum einnig með íbúð 307 og 308 við hliðina á þessari til leigu svo tilvalið fyrir fjölskyldur sem eru að ferðast saman. Einnig fylgir stæði í bílageymslu sem er undir húsinu fyrir gesti.
Komið er inn í opið rými þar sem er falleg stofa með góðum sófa, borðstofa og opið inn í eldhús. Loftkæling er í stofunni og einnig er ljósleiðara WiFi tenging. Út frá stofunni er hægt að ganga út á svalir og þaðan er síðan gengið uppá einka þaksvalir sem eru yfir allri íbúðinni með fallegu útsýni til sjávar. Á þaksvölum eru borð, stólar, sólbekkir og gasgrill.
Eldhúsið er vel búið með kaffivél, þvottavél, brauðrist, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Borðbúnaður er fyrir 6 manns.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergið er rúmgott með mjög vönduðu 180 x 200 hjónarúmi, loftkælingu, fataskáp og rennihurð til að ganga út á svalirnar.
Gestaherbergið er með góðri koju með nýjum dýnum sem er tvíbreið niðri 140 x 190 og einbreið uppi. Sængur, koddar og rúmföt fylgja.
Baðherbergi
Gott baðherbergi með salerni, vaski, baðkar með góðri sturtuaðstöðu og hárblásara.
Baðhandklæði fyrir hvern gest þ.e.a.s. eitt stórt og eitt lítið fylgja hverri leigu, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.
Svalir, garður og sameiginleg sundlaug
Út frá stofu eru litlar svalir með fallegu útsýni til sjávar, þaðan er síðan gengið uppá 40fm einka þaksvalir yfir íbúðinni með gríðarlega fallegu útsýni yfir allt hverfið og frábærri aðstöðu, þar eru stólar, borð, sólbekkir og gasgrill. Öryggishlið eru við tröppurnar sem eru uppá svalir, bæði uppi og niðri.
Mjög stór og fallegur sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang þar, þar má finna góða sundlaug, barnalaug, sturtur og salerni og þar niðri er frábær aðstaða til að sóla sig og slaka á við sundlaugarbakkann.
Hverfið og næsta umhverfi
Frábær verðlaunuð baðströnd í Cabo Roig í 10 mínútna göngufjarlægð.
Í hverfinu eru heilsugæslustöð, matvöruverslunin Consum og sérvöruverslanir, bakarí, bankar, hárgreiðslustofur svo eitthvað sé talið.
Einnig er mjög skemmtilegur markaður á fimmtudögum í hverfinu.
Nýja verslunarmiðstöðin Zenia Boulevard er í um 5 mínútna akstursfjarlægð. https://www.youtube.com/watch?v=khWHAIQUZnM
Í svipaðri fjarlægð 5 - 7 mínútna akstursfjarlægð eru 4 stórir og góðir golfvellir, Villamartin, Campoamor Las Ramblas og Las Colinas