VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
5 manns -
Svefnherbergi2
-
Hjónarúm2
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Glæný efri sérhæð með 60 fm einkaþaksvölum og frábæru útsýni í Las Mimosas hverfinu. Aðgengi er að stórum 60 fm. prívat þaksvölum með gasgrilli, sturtu og útihúsgögnum. Íbúðin er staðsett í lokuðum kjarna með sameiginlegri sundlaug og leiktækjum, rennibraut, rólum, boccia, körfubolta, útisalerni og fleira. Einungis eru nokkrar mínútur að rölta á sundlaugarbar þar sem ýmis dagskrá er á daginn og kvöldin, minigolf og fl. Veitingastaðir, barir og matvöruverslanir eru í nágrenninu og rétt um fimm mínútna keyrsla er í La Zenia Boulevard verslunarmiðstöðina. Fjöldi golfvalla í næsta nágrenni.
Gengið er beint inn í fallega stofu sem einnig er borðstofa og opið inní eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, sjónvarp og loftkæling. Eldhúsið er vel búið helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Húsið er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni, hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu.
Gestaherbergið er hjónarúmi með koju fyrir ofan og góðum fataskáp. Bæði eru léttar sængur í eigninni sem og vetrasængur.
Baðherbergin eru tvö
Tvö rúmgóð baðherbergi eru í íbúðinni og er annað þeirra innaf hjónaherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingum.
Baðhandklæði fylgja fyrir gesti og einnig er hárblásari í húsinu. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.