VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Hjónarúm3
LÝSING
Glæsilegt og vandað einbýlishús í friðsælu íbúðahverfi í Punta Prima, flísalögð verönd og garður er við húsið með einkastæði fyrir bílinn, einkasundlaug með möguleika á upphitun á vorin og haustin, sólbaðsaðstaða við sundlaug, góð grill- og matar aðstaða þar sem gestir geta notið máltíðar undir sólhlíf við stórt 6 manna hringborð. Öflug loftkæling og upphitun er í húsinu þannig að gestir geta stillt kjörhita hverju sinni meðan á dvöl stendur. Húsið er lúxusvilla og innréttað á vandaðan hátt og leigist með öllum búnaði. Innan við 10 mínútna göngufæri í matvöruverslanir og frábæra veitingastaði.
Stofa, borðstofa og eldhús
Komið er inn í bjarta og fallega stofu með góðum sófa, borðstofu og opnu eldhúsi, frá stofu er útgengt að sundlaug og garði. Eldhúsið er vel útbúið með vönduðum áhöldum, borðbúnaði og tækjum s.s. uppþvottavél, ísskáp með frysti, vínkæli, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og öðru sem til þarf til matargerðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er rúmgott svefnherbergi með vönduðu 150x190 hjónarúmi, fataskáp, gardínum, gluggahlerum og loftkælingu.
Á efri hæð eru tvær hjónasvítur með vönduðum 180x200 hjónarúmum, fataskáp, gardínum, gluggahlerum og lofkælingu. Frá öðru herberginu er útgengi á svalir með stólum, borði og markísu.
Góðar sængur, koddar og rúmföt fylgja. Frá efri hæð er gengið upp stiga sem liggur að þaksvölum.
Baðherbergin eru þrjú
Á móti herbergi á fyrstu hæð er gott baðherbergi með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu.
Innaf báðum hjónasvítum á efri hæð eru falleg baðherbergi með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði og strandhandklæði fyrir sundlaugina eru klár fyrir gesti í húsinu.
Þaksvalir, garður og einkasundlaug
Við húsið er lokaður flísalagður garður og frábær aðstaða til að borða úti. Falleg sundlaug er í garðinum og er hún upphituð á veturna ef þess er óskað. Greitt er sérstaklega fyrir upphitun á sundlaug og er gjaldið €200/vikan, upphitun þarf að panta með viku fyrirvara. Góðar svalir eru út frá annari hæðinni með borði, stólum og markísu. Fallegar þaksvalir eru á húsinu með góðu útsýni yfir hverfið, þar er gott sófasett og pergóla. Alvöru útieldhús með helluborði, bakaraofn, uppþvottavél, kaffivél og helstu áhöldum til matargerðar, við eldhúsið er matarborð og stólar.
Húsið er ætlað fyrir allt að 6 manns, með þremur tveggja manna herbergjum og þremur snyrtingum með sturtum eins og áður er lýst, upplagt fyrir fjölskyldu og vinahópa sem vilja njóta þess besta saman.