VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Hjónarúm3
LÝSING
Til leigu nýtt einbýlishús í háum gæðaflokki staðsett í Spænska strandbænum Los Alcázares á Costa Blanca suður. Húsið stendur í friðsælu íbúðahverfi innan við 10 mínútna göngufæri við matvöruverslanir, gæða veitingastaði og hið rómaða Mar Menor lón með sínar fjölbreyttu strendur.
Húsið er innréttað á vandaðann hátt og leigist með öllum búnaði. Garður er í kring um húsið, einkastæði fyrir framan bílskúr, einkasundlaug með möguleika á upphitun á vorin og haustin, sólbaðsaðstaða við sundlaug, góð grill- og matar aðstaða með útganginn úr eldhúsi er í vestur hluta garðsins þar sem gestir geta notið máltíðar undir sólhlíf við stórt 6 manna matarborð. Aðgengi er að þvottavél og þurrkara í bílskúr.
Fullkomin hreinsunarbúnaður er á öllu vatni í húsinu þannig að tært drykkjarvatn kemur úr öllum krönum.
Eldhúsið er vel útbúið með vönduðum áhöldum, borðbúnaði og tækjum s.s. uppþvottavél, ísskáp með frysti, kaffivél í háum gæðaflokki, blandara og öðru sem til þarf.
Öflug loftkæling og upphitun er í húsinu þannig að gestir geta stillt kjörhita hverju sinni meðan á dvöl stendur. Einnig er í húsinu innbyggt sjálfstætt lofthreinsikerfi sem tryggir bestu loftgæði og viðheldur kjör rakastigi innandyra.
Á jarðhæð í opnu svæði er eldhús, borðkrókur og stofa með útgengi að sundlaug og garði, einnig er á fyrstu hæð snyrting með sturtu og svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi af vandaðri gerð.
Á annarri hæð hússins eru tvö svefnherbergi með tvíbreiðum gæða rúmum, annað þessarra herbergja er með aðgengi út á rúmgóðar einka svalir, sameiginleg snyrting með sturtu er á hæðinni. Úr alrými á annarri hæð er útgengi út á tvær stórar verandir/svalir í austur og suðvestur þar sem sólar nýtur allan daginn. Stigi liggur þaðan upp á þaksvalir með útisturtu og góðri aðstöðu til sólbaða ásamt. Frá þaksvölunum er gott útsýni yfir bæinn, þarna verður sólarlagið hvergi fallegra.
Húsið er ætlað fyrir allt að 6 manns, með þremur tveggja manna herbergjum og tveimur snyrtingum með sturtum eins og áður er lýst, upplagt fyrir fjölskyldu og vinahópa sem vilja njóta þess besta saman.
Los Alcázares er strandbær með fjölskylduvænum ströndum, úrvali fjölda frábærra veitingastaða og spænskum sjarma þar sem innfæddir búa og lifa allt árið um kring, paradís sem vel er þess virði að kynnast og njóta.