VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
LÝSING
Mjög skemmtileg íbúð í Pilar de la Horadada bænum sem er rétt sunnan við Torrevieja svæðið, íbúðin er mjög vel staðsett í nágrenni við marga góða golfvelli.
Íbúðin er mjög vel búin með svölum út frá stofu og einnig eru þaksvalir yfir íbúðinni með útihúsgögnum, sólbekkjum og útieldhúsi. Stofa og eldhús saman í opnu rými, í stofunni er góður sófi og fallegt borðstofusett. Eldhúsið er vel búið öllum helstu heimilistækjum. Íbúðinni fylgir stæði í lokuðum bílakjallara og einnig hafa gestir aðgang að geymslu þar niðri til að geyma td. golfsettin og ferðatöskurnar, lyfta er frá bílakjallara uppá 1. hæð.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með 150cm hjónarúmi og góðum fataskápum, baðherbergi með sturtu er innaf hjónaherbergi.
Gestaherbergið er með tveimur 80cm einstaklingsrúmum og góðum fataskáp. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni til að nota á vorin og haustin.
Baðherbergin eru tvö
Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu með skúffum. Hitt baðherbergi er með salerni, vask, sturtu og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari og sléttujárn. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Þaksvalir og sundlaugargarður
Frá stofu eru rennihurð sem opnar út á góðar svalir, frá svölum er stigi uppá þaksvalirnar yfir íbúðinni sem eru með útihúsgögnum, útieldhúsi og sólbekkjum. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn með barnaleikvelli og líkamsrækt.