VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
LÝSING
Komið er inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og þaðan gengið inní eldhúsið. Frá stofunni er hægt að ganga beint út á veröndina fyrir framan íbúðina, þar eru borð, stólar, sófasett og sólhlíf. Eldhúsið er bjart og vel búið með stórum ísskáp, uppþvottavél, þvottavél og öll helstu áhöld til matargerðar eru einnig til staðar. Íbúðinni fylgir einkabílastæði.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergi með 180x200 hjónarúmi, loftkælingu og góðum fataskápum.
Svefnherbergi með tveimur 90x200 einstaklingsrúmum, loftkælingu og fataskáp.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.
Baðherbergin eru tvö
Tvö baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru rúmgóð með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með í garðinn og á ströndina.
Verönd og sameiginlegur sundlaugargarður
Gengið er út úr stofunni á verönd sem snýr í austur og suð/austur með útsýni yfir sundlaugargarðinn. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta. Borð með fjórum stólum, sólhlíf og sófasett.
Í sameign er sundlaugargarður sem aðeins gestir hafa aðgang að, þar eru sundlaug, barnalaug og sturtur. Þarna er einnig frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.