VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Hjónarúm1
-
Kojur3
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Komið er inn í opið rými með stofu og borðstofa og þaðan gengið inní eldhúsið. Frá stofunni eru yfirbyggðar svalir sem snúa í austur með borði og stólum. Eldhúsið er bjart og vel búið með stórum ísskáp, uppþvottavél og öll helstu áhöld til matargerðar eru einnig til staðar. Lofkæling er í stofunni og einnig tvær viftur í loftinu. Þvottahús er innaf eldhúsi.
Frá íbúðinni er mjög stutt að labba í Mercadona matvöruverslunina, einnig eru frábærir veitingastaðir og önnur þjónusta í göngufæri frá íbúðinni m.a. La Fuente kjarninn.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergi með 160x200 hjónarúmi, viftu í loftinu og góðum fataskápum.
Svefnherbergi með kojum fyrir 3 börn, viftu í loftinu og fataskáp.
Sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti og einnig er barnaferðarúm til staðar.
Eitt baðherbergi og annað gestasalerni
Eitt baðherbergi með salerni, vaski, sturtu, hárblásara og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti.
Einnig er gestasalerni með vaski, salerni og léttri innréttingu.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með í garðinn og á ströndina.
Svalir og sameiginlegur sundlaugargarður
Frá stofu eru yfirbyggðar svalir sem snúa í austur, þar er borð og tveir stólar.
Í sameign er sundlaugargarður sem aðeins gestir hafa aðgang að, þar eru sundlaug, sólbekkir og sturtur. Þar er einnig frábær aðstaða til að sóla sig og njóta.