Site logo

Leirböð

Leirböðin við Mar Menor

Gott að hafa í huga:

  • Takið með ykkur litla fötu eða skerið stóra 3-5 lítra plastflösku í tvennt og notið botninn til að safna leir/leðju.
  • Takið með ykkur vaðskó, flip flops eða sandala.
  • Reynið að finna dökka leðju og þykka, gott er að vaða lengra út í vatnið.
  • Safnið leðjunni saman í fötuna og takið hana með ykkur upp á bryggjuna.
  • Makið vel á ykkur og látið þorna alveg.
  • Passið að drekka vel af vatni.
  • Skolið alveg af ykkur leðjuna í vatninu.
  • Það er bannað að skola af sér leirinn í sjónum hinum megin við leirböðin.
  • Takið með ykkur dökk handklæði því leðjan getur litað ljós handklæði.

Ekki taka með ykkur verðmæti og athugið að engir læstir skápar eru á svæðinu eða salerni.

Þjóðsaga heimamanna segir að 9 baðferðir muni tryggja fullkomna heilsu.

Til þess að sem mestur ávinningur fáist af meðferðinni ættu baðgestir San Pedro del Pinatar að maka sjálfa í leðju, ganga síðan 3 km niður að Molino de la Calcetera myllunni, áður en þeir þvo af sér leðjuna á sama stað.

Þeir ráðleggja að þessi aðferð eigi að fara fram að minnsta kosti 9 sinnum í fríinu og ef baðgestir geta ekki lokið 9 heimsóknum verði þeir að tryggja að fjöldi heimsókna endi með oddatölu!

Þetta er að sögn heimamanna leyndarmálið að baki góðri heilsu.

Hægra megin við bryggjuna er tangi og meðfram honum er skurður. Bryggja liggur út í skurðinn og þar er gott að enda slökunina. Athugið að mikið saltmagn er í skurðinum og maður flýtur. Grófkorna salt er á botninum sem gott er að nota sem líkamsskrúbb. Munið að drekka vel af vatni. Athugið að bannað er að fara í skurðinn útataður í leðju.

Yfir sumartímann getur reynst erfitt að finna bílastæði.

Það tekur um 15-20 mínútur að keyra frá okkar svæði í leirböðin, sjá staðsetningu á google maps kortinu hér fyrir neðan og athugið að aðgangur er ókeypis.

©Viva Fortuna ehf. kt: 510315-2270
Verslunarmiðstöðin Fjörðurinn – 2.hæð, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður
Sími + 354 558-5858 – bokun@sumarhusaspani.is
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum