VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Íbúðin er mjög vel búin með stórum suðursvölum út frá stofu með útsýni yfir sundlaugargarðinn, borðstofuborð og stólar á svölum ásamt stórri markísu. Þaksvalir eru yfir allri íbúðinni með sófasetti, sólbekkjum og pergólu. Stofa og eldhús saman í opnu rými, í stofunni er góður sófi og fallegt borðstofusett og útgengi út á rúmgóðar suðursvalir.
Eldhúsið er vel búið öllum helstu heimilistækjum, stór eyja með barstólum, tengi fyrir þvottavél í eldhúsi.
Íbúðin er staðsett inni á lokuð golfvallarsvæði rétt um 30-40 mínútna akstur frá Alicante flugvelli, Vistabella golfvöllurinn hefur orð á sér að vera einstaklega fallegur og skemmtilegur að spila. Ýmis önnur afþreying er inni á svæðinu, matvöruverslun, veitingastaðir og barir í göngufæri. Um það bil 15 mínútur að aka á ströndina og ca. 18km frá svæðinu í La Zenia verslunarsmiðstöðina.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með góðu hjónarúmi og rúmgóðum fataskápum, baðherbergi með sturtu er innaf hjónaherbergi.
Gestaherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskáp, að auki er aukabeddi 80x200 sem hægt er að setja upp. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni til að nota á vorin og haustin. Einnig er hægt að breyta sófa í stofunni í 120 cm rúm.
Baðherbergin eru tvö
Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum. Hitt baðherbergi er með salerni, vask, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Þaksvalir og sundlaugargarður
Frá stofu eru rennihurð sem opnar út á góðar svalir með borði, stólum og markísu, frá svölum er stigi uppá þaksvalirnar yfir íbúðinni sem eru með sófasetti og sólbekkjum. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar. Svalirnar snúa í suðurátt og eru með góðu útsýni yfir sundlaugargarðinn sem aðeins gestir hafa aðgang að. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.