VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
8 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Glæsilegt raðhús í Los Altos/Los Balcones hverfinu í lokuðum kjarna með sameiginlegum sundlaugargarði. Komið er inní fallega stofu með borðstofu og opið er inní eldhúsið, loftkæling er í stofu og eldhúsi. Eldhúsið er vel búið helstu áhöldum til matargerðar. Á þriðju hæðinni eru einka sólarþaksvalir með einstöku útsýni í allar áttir. Á veröndunum eru útihúsgögn sem sagt allt til alls í þessu glæsilega húsi.
Svefnherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er svefnherbergi með tveimur einstaklingsrúmum, fataskáp og loftkælingu. Á annari hæð eru tvö rúmgóð hjónaherbergi með hjónarúmi, fataskáp, loftkælingu og falleg baðherbergi með sturtu inn af báðum herbergjum. Einnig er hægt að ganga út á svalir frá öðru herberginu. Í stofunni er einnig svefnsófi sem 1-2 börn geta sofið í og einnig er barnaferðarúm með tilheyrandi búnaði.
Baðherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er baðherbergi með sturtu, salerni og vaski. Á annari hæð eru tvö baðherbergi með salerni, sturtu og vaski, bæði baðherbergin eru innaf hjónaherbergjum.
Baðhandklæði fylgja leigu og einnig er hárblásari er í húsinu, gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Bíll til leigu - 200€ vikan
Eigendur Don Benito eiga einnig Ford C-Max 2010 árgerð sem hægt er að fá leigðan með húsinu á 200€ vikuna.