VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Glæsileg 60fm íbúð á jarðhæð í nýjum íbúðakjarna í Las Mimosas hverfinu á Orihuela Costa. Íbúðin er með góðri verönd að framan og aftan og aðgang að sundlaug beint fyrir framan íbúðina, leiksvæði og merktu bílastæði innan svæðis. Íbúðin er vel staðsett, örstutt í La Zenia Boulevard verslunarkjarnann, lítil matvöruverslun er í göngufæri við íbúðina ásamt nokkrum veitingastöðum. Laugardagsmarkaðurinn er í ca. 15 mín göngufæri og örstutt á Villamartin, Campomar og Las Ramblas golfvellina og reyndar fleiri golfvelli, ca. 10 mín. akstur er á góðar strendur.
Gengið er beint inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og opið inní eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, Smart TV og loftkæling. Eldhúsið er vel búið með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Húsið er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni, gistirými er því fyrir 4-5 gesti.
Hjónherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu.
Gestaherbergið er tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskáp.
Bæði svefnherbergin eru með nýjum rúmum, sængur, koddar og rúmföt fylgja fyrir gesti.
Baðherbergin eru tvö
Tvö rúmgóð baðherbergi eru í íbúðinni með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingum.
Baðhandklæði og strandhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari í húsinu.
Verönd, garður og sundlaugargarður með leiktækjum fyrir börnin
Fyrir framan og aftan íbúðina eru rúmgóðar flísalagðar verandir með húsögnum, gasgrilli og sófasetti. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar.