VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Húsið er á mjög góðum stað í Cabo Roig innst inní botnlanga þar sem stutt er að rölta niður á ströndina og á göngugötuna í hverfinu þar sem er mikið mannlíf alla daga og fjölmargir góðir veitingastaðir. Matvöruverslun, apótek, bankar og fleira eru í göngufæri og einnig er markaður á fimmtudögum í hverfinu.
Mjög stór sameiginlegur sundlaugargarður með tveimur sundlaugum er í sameign sem gestir hafa aðgang að.
Komið er inn í rúmgóða stofu með sófasetti og borðstofu. Loftkæling og loftvifta er í stofunni, í stofunni er snjallsjónvarp með fjölmörgum sjónvarpsstöðvum. Út frá stofunni er hægt að ganga beint út á stóra verönd við húsið, þar er kolagrill, borð, stólar og sólbekkir og frábær aðstaða til að borða úti og njóta blíðunnar.
Eldhús með uppþvottavél, örbylgjuofni, kaffivél, samlokugrilli, brauðrist, hraðsuðukatli, ísskáp með frystihólfi og öllum helstu áhöldum til matargerðar. Út frá eldhúsi er lítil yfirbyggð aðstaða þar sem er þvottavél.
Svefnherbergin eru þrjú
Svefnherbergi á 1. hæð er með hjónarúmi, loftkælingu, viftu í lofti og góðum fataskáp.
Hjónaherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi, loftkælingu, góðum skápum og innangengt inná baðherbergi með sturtu. Einnig eru fínar svalir út frá hjónaherberginu. Gestaherbergi er innaf hjónaherbergi á 2. hæð með tveimur einstaklingsrúmum. Sængur eru í húsinu til að nota á vorin og haustin, einnig er barnaferðarúm fyrir ungabarn, matarstóll og kerra.
Baðherbergin eru tvö
Á 1. hæð er rúmgott baðherbergi með WC, vaski og baðkari með góðri sturtuaðstöðu.
Á 2. hæð er minna baðherbergi innaf hjónaherberginu með WC, vaski og sturtu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Hárblásari er í húsinu.