VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm4
-
Hjónarúm1
LÝSING
Gott fjarkahús í Lomas de Cabo Roig hverfinu og er mjög vel búið, WiFi, loftkæling og allt til alls. Rúmgóð verönd/garður er fyrir framan húsið og einnig eru góðar þaksvalir. Stór sundlaugargarður er í sameign sem gestir hafa aðgang að, hverfið er rólegt og gott. Veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig svo dæmi sé tekið. Einnig er mjög stutt á fjölmarga flotta golfvelli sem eru þarna allt í kring, Las Ramblas, Villamartin og Campoamor.
Gengið er beint inn í opið rými með fallegri stofu og opið inní eldhúsið. Í stofunni er sófasett, sjónvarp með IPTV aðgangi m.a með íslenskum stöðvum, loftkæling og viftu í loftinu.
Í eldhúsinu er ísskápur með frystihólfi, brauðrist, hraðsuðuketill og helstu áhöld til matargerðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Hjónherbergi er á 2. hæð með hjónarúmi, góðum fataskápum, loftkælingu og útgengi út á svalir.
Gestaherbergi á 2. hæð er með tveimur einstaklingsrúmum, vifta í lofti og góðum fataskáp.
Annað gestaherbergi er á fyrstu hæð með tveimur einstaklingsrúmum.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi með salerni, vaski, baðkari með sturtuaðstöðu og innréttingu er á 2. hæð.
Lítið baðherbergi er á 1. hæð með salerni, vaski og sturtu.
Baðhandklæði fylgja leigu en gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Stór verönd, þaksvalir og sundlaugargarður
Gengið er út á smá verönd fyrir framan stofuna, þar er lítið sófasett og þaðan er síðan gengið niður í garðinn við húsið sem er allur flísalagður, þar eru borð og stólar. Uppi á þaksvölum eru tveir sólstólar sem hægt er að halla bakinu á, frá þaksvölum er frábært útsýni yfir hverfið og til sjávar. Í sameign Playa Golf er stór sundlaug með barnalaug og flott svæði með setubekkjum og sturtum í lokuðum/læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að.
Aðrar eignir stutt frá
Við erum einnig með fleiri íbúðir í Lomas de Cabo Roig hverfinu, íbúðir, raðhús og einbýlishús - frábær kostur ef nokkrar fjölskyldur eru að ferðast saman.