VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
7 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Íbúðin er á besta stað í Cabo Roig á La Rotonda íbúðarhótelinu. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, fimmtudagsmarkaðinn, fjölmarga golfvelli og yfir í La Zenia verslunarmiðstöðina. Einnig fylgir aðgangur að bílastæði í bílakjallara.. Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, WiFi, loftkæling, góð rúm og allt til alls. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar. Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er sófi og snjallsjónvarp svo geta gestir t.d. skráð sig inná sitt NETFLIX. Frá stofu er rennihurð út á svalir.
Svefnherbergin eru þrjú
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum, loftkælingu og moskítónet fyrir glugga.
Svefnherbergi tvö er með tveimur einstaklingsrúmum, fataskáp, lofkælingu og moskítónet fyrir glugga.
Svefnherbergi þrjú er með koju með 140cm dýnu niðri og 90cm dýnu uppi, fataskáp, viftu í loftinu og moskítónet fyrir glugga.
Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann. Einnig er barnaferðarúm ásamt matarstól.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er einnig með góðri sturtu, salerni, vaski og innrétting með skúffum.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Svalir, þaksvalir og sundlaugargarður
Innangengt er úr íbúðinni upp á þakverönd, þar eru góðir sólbekkir, stólar, borð, pergóla, sófasett og gasgrill. Uppi á þaki er eldhúseining með auka ísskáp, þvottavél, vask og útisturtu. Í hótelgarðinum er sundlaug sem er til afnota fyrir gesti og góð sólbaðsaðstaða. Á neðstu hæð hússins er frábært kaffihús, Le Paradis, veitingastaðir og ýmis önnur þjónusta.