VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
LÝSING
Perla del Mar er stórglæsilegt einbýlishús með fallegum garði, einkasundlaug og stórum þaksvölum í rólegu hverfi í El Raso Guardamar. Húsið er staðsett á milli bæjanna Guardamar, Quesada og Torrevieja í um 20 mín. aksturfjarlægð frá Alicante flugvelli. Matvöruverslun og veitingastaðir eru í ca. 10-15 mín göngufjarlægð frá húsinu, einnig er örstutt á Sítrónumarkaðinn sem er haldinn alla sunnudaga. Ekki tekur nema 10 mín. að keyra inní Ciudad Quesada og þar eru einnig fjölmargar verslanir og veitingastaðir ásamt "Laugaveginum" en þar er einnig mikið mannlíf og góðir veitingastaðir. Það tekur ca. 10-15 mín að keyra til Torrevieja og þar er m.a. Habaneras verslunarmiðstöðin, Aquapolis vatnsleikjagarðurinn, markaður á föstudögum og margt fleira. Margir golfvellir eru á svæðinu en La Marquesa golfvöllurinn er í ca. 10-15 mín aksturfjarlægð. Um 5 mín. tekur að aka á ströndina í Guardamar. Húsið hefur ekki aðbúnað fyrir börn en hentar vel fjölskyldum með stálpuð börn ca. 10+. Þetta hús er lúxusvilla fyrir vandláta. Húsið er reyklaust og ekki er heimilt að vera með gæludýr.
Stofa, borðstofa og eldhús
Komið er inn í afar fallega stofu með sófasetti, opnu eldhúsi og borðstofu - loftkæling er í stofu og eldhúsi.
Frá stofu eru rennihurðar til að opna út í garðinn við húsið, þar er flott einkasundlaug sem er upphituð á vetrartíma, sturta og frábær aðstaða til að borða úti.
Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp með frystihólfi, örbylgjuofni, kaffivél, hraðsuðukatli, brauðrist, uppþvottavél, þvottavél og þurrkara. Kaldir drykkir eru í ísskáp við komu.
Svefnherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er rúmgott hjónaherbergi með góðu rúmi með vönduðum dýnum, fataskáp og loftkælingu. Innaf hjónaherberginu er gott baðherbergi með sturtu, salerni og innréttingu með vaski.
Á efri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur einstaklingsrúmum. Öll herbergin er með góðum rúmum með vönduðum dýnum, fataskápum, loftkælingu og rafdrifnum gluggahlerum.
Vandaðar sængur, koddar og rúmföt fylgja. Frá efri hæð er síðan hægt að ganga út á rúmgóðar svalir og þaðan uppá þaksvalirnar.
Baðherbergin eru þrjú
Innaf hjónaherbergi á fyrstu hæð er rúmgott baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu, hárblásara og innréttingu.
Á efri hæð er annað baðherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu, hárblásara og innréttingu. Bæði stóru baðherbergin eru með gólfhita. Á fyrstu hæð er jafnframt gestasalerni með salerni, vaski og innréttingu.
Baðhandklæði fyrir gesti fylgja leigu. Einnig eru sérstök stranhandklæði til taks fyrir gesti til sólbaða og til að taka með niður á strönd.
Þaksvalir, garður og einkasundlaug
Í kringum húsið er lokaður fallegur garður og frábær aðstaða til að borða úti. Falleg sundlaug er í garðinum og er hún upphituð á veturna ef þess er óskað. Upphitun þarf að panta með viku fyrirvara. Greitt er sérstaklega fyrir upphitun á sundlaug og er gjaldið €250/vikan. Góðar svalir eru út frá annari hæðinni með borði og stólum og þaðan er síðan gengið uppá gríðarlega fallegar þaksvalir með stórum hornsófa. Af svölunum er mjög fallegt útsýni yfir hverfið, einnig í átt að Saltvötnunum og frábær aðstaða til að njóta blíðunnar á Spáni.