VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Hjónarúm2
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Casa Tarifa er efri sérhæð í Vista Azul XXV í Lomas de Cabo Roig hverfinu og er mjög vel búin, gólfhiti er í húsinu og loftkæling í báðum herbergjum og stofu. Rúmgóð verönd er fyrir framan húsið og þaðan er gengið uppí íbúðina sjálfa sem er öll á einni hæð. Svalir eru út frá stofu og eldhúsi og þaðan er síðan gengið uppá stórar einka þaksvalir sem eru yfir öllu húsinu, þar eru sólbekkir, útihúsgögn, gasgrill, kolagrill, markísa og æðislegt útsýni. Fallegur sundlaugargarður er inná milli húsana og hverfið er mjög rólegt og gott. Matvöruverslunin Iceland og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn, í La Zenia mallið og niður á göngugötuna í Cabo Roig.
Eldhús, stofa og borðstofa
Fyrir frama húsið er stór flísalögð verönd og þaðan er gengið uppí íbúðina, komið er inní opið rými með fallegri stofu, borðstofu og eldhúsi. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi og nýr flatskjár með fjölmörgum erlendum sjónvarpstöðvum í áskrift. Loftkæling er í stofunni og einnig er WiFi internet.
Eldhúsið er opið yfir í stofu það er bjart og vel búið með ísskáp með frystihólfi. Í eldhúsinu er uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar. Frá eldhúsi og stofu er gengið út á góðar svalir þar eru borð, stólar og markísa og þaðan er gengið uppá þaksvalirnar sem eru yfir íbúðinni með útsýni yfir æðislegan sameiginlegan sundlaugargarð fyrir íbúðarkjarnann. Á þaksvölum eru sólbekkir, stórt borð, stólar og risa stór markísa sem draga má yfir til að fá hlé frá sólinni.
Svefnherbergin eru tvö
Húsið er með tveimur svefnherbergjum og er með gistirými fyrir 4-6.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum og innangengt inná baðherbergi með sturtu. Hitt svefnherbergið er með 135cm breiðu rúmi og einnig er þar auka 90cm dýna sem nota má fyrir barn. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu og nýjum rúmum. Sængur, koddar og rúmföt fylgja.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu er innaf hjónaherbergi.
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði og rúmföt fylgja leigu, eitt stórt og eitt lítið fyrir hvern gest og einnig er hárblásari og sléttujárn í húsinu.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Verönd, þaksvalir og sundlaugargarður
Rúmgóðar verandir eru fyrir framan húsið og einnig eru góðar svalir út frá stofunni, þaðan er síðan gengið uppá á einka þaksvalir sem eru yfir öllu húsinu og af þeim sést vel yfir sundlaugargarðinn, uppi á þaksvölum eru sólbekkir, útihúsgögn, gasgrill, kolagrill, markísa og fallegt útsýni yfir hverfið og niður á strönd.
Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þar er sundlaug með barnalaug, sturtur og frábær aðstaða til að sóla sig og njóta. Garðurinn er einstaklega fallegur mjög fjölskylduvænn og húsið er vel staðsett í garðinum.