VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Vel staðsett og fallegt einbýlishús með einkasundlaug í Lomas de Cabo Roig, matvöruverslunin Iceland er í göngufæri ásamt veitingastöðum, bensínstöð og börum þar sem meðal annars er hægt að horfa á fótboltaleiki og hlusta á lifandi tónlist. Það er stutt að skreppa á ströndina, á fimmtudagsmarkaðinn og laugardagsmarkaðinn, í La Zenia mollið og niður á göngugötuna í Cabo Roig.
Komið er inní fallega bjarta stofu með borðstofu og opið er inní eldhúsið sem er vel búið með uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðuketill og öll helstu áhöld til matargerðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Hjónaherbergi á fyrstu hæð er með hjónarúmi, fataskápum, loftkælingu og hægt að ganga út í garðinn. Á efri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur einstaklingssrúmum, fataskáp, loftkælingu og innangent inná sér baðherbergi. Hægt er að ganga út á rúmgóðar svalir með sófasetti og borði.
Baðherbergin eru þrjú
Á fyrstu hæð er baðherbergi með salerni, handlaug og sturtu. Á efri hæð eru tvö góð baðherbergi með salerni, handlaug, innréttingu og rúmgóðri sturtu.
Baðhandklæði eru fyrir gesti, en gestir eru þó beðnir að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd.
Svalir, garður og einkasundlaug
Á annarri hæð eru tvennar svalir út frá svefnherbergjum með sófasetti og fallegu útsýni. Á þriðju hæð hússins eru mjög góðar þaksvalir með útsýni til sjávar.
Út frá stofunni er hægt að ganga beint út í garðinn umhverfis húsið þar er sundlaug, sólbekkir, borð, stólar og gasgrill. Í bakgarðinum er gervigras með leiksvæði fyrir börnin.
Við erum með nokkrar íbúðir, raðhús og einbýlishús í Lomas de Cabo Roig hverfinu til leigu, svo lítið mál ef hópurinn er stór að bóka fleiri ein eitt hús og rölta síðan á milli.