VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
-
Svefnsófi1
LÝSING
Falleg vel útbúin íbúð á jarðhæð með góðu útisvæði í Punta Prima. Í stofu og herbergjum eru loftkælingar, bæði heitar & kaldar. Svefnsófi er í stofunni. Eldhúsið er með öllum helstu áhöldum. Í þessari eign er vatnsfilter svo þú getur drukkið vatnið beint úr krananum. Einnig fylgir bílastæði í bílakjallara með eigninni.
Í sameiginlegum stórum sundlaugargarði er bæði útisundlaug og upphituð innisundlaug ásamt góðu leiksvæði fyrir börnin. Staðsetning íbúðakjarnans er mjög góð en kjarninn er í Punta Prima hverfinu á Torreviejasvæðinu sem er stutt frá strönd og nálægt verslunarkjarnanum Punta Marina þar sem m.a. má finna McDonalds, matvöruverslunina Consum og úrval annarra verslana og veitingastaða. Stuttur akstur er í Zenia Boulevard verslunarmistöðina en þar má fá finna úrval góðra veitingastaða ásamt fjölda verslana.
Svefnherbergin eru tvö
Húsið er með tveimur svefnherbergjum og svefnsófa í stofunni.
Hjónaherbergið er með hjónarúmi, góðum fataskápum, Smart TV og innangengt inná baðherbergi með sturtu. Hitt svefnherbergið er með tveimur einstaklingsrúmum og góðum fataskápum. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur, koddar og rúmföt fylgja.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu er inn af hjónaherbergi.
Baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Baðhandklæði og rúmföt fylgja leigu.