VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
12 manns -
Svefnherbergi5
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm4
-
Svefnsófi1
-
Barnaferðarúm1
LÝSING
Skemmtilegt 350fm einbýlishús á tveimur hæðum í San Vicente hverfinu við Alicante. Húsið stendur á um 2600 fm lóð og er með einkasundlaug, fallegu útieldhúsi og notarlegu setusvæði. Gistimöguleikar eru fyrir allt að 12-13 manns.
Komið er inn í forstofu og þaðan er gengið inn í borðstofu og stofu. Innaf stofunni er eldhús með stóru búri, uppþvottavél, eldavél, ofn og stór ísskápur með frysti. Öll almenn tæki eru í eldhúsinu og borðbúnaður fyrir 16 manns. Í húsinu eru tvær þvottavélar.
Svefnherbergin eru fimm
Úr forstofunni er gengið inn á svefnherbergisgang, þar eru 5 svefnherbergi og tvö baðherbergi. Öll herbergin eru med góðu skápaplássi og sængur eru í öllum rúmum. Þrjú svefnherbergi eru með hjónarúmum, stærð 160x200 cm, eitt svefnherbergi með tveimur 90x200 cm einstaklingsrúmum og hjónasvítan með King size rúmi og sér baðherbergi innaf.
Baðherbergin eru þrjú ásamt gestasnyrtingu
Rúmgott baðherbergi með sturtu, tveimur vöskum og salerni er á svefnherbergisgangi. Einnig er sér baðherbergi með sturtu, salerni og vaski innaf hjónasvítu. Gestasalerni er í holinu við stofuna. Að auki er baðherbergi í sundlaugarhúsi með salerni, vaski og sturtu.
Efri hæðin skiptist i tvö rými
Annars vegar rúmgott sjónvarpsherbergi með stórum svefnsófa fyrir tvo fullorðna eða þrjú börn og hins vegar skrifstofu med vinnurými fyrir 2-3. Loftkæling er einnig í þessum hluta.
Lóðin skiptist i nokkur svæði.
Út frá veröndinni er gengið niður að sundlaugarsvæðinu, þar eru sex sólbekkir, fallegt útieldhús og notalegt setusvæði.
Hjá sundlauginni er lítið sundlaugarhús sem skiptist i geymslu og baðherbergi með sturtu. Í geymslunni er fullt af handklæðum sem hægt er að nota þegar fólk er í sólbaði, og þar er líka að finna vindsængur og sundlaugardót fyrir börnin. Þar er einnig gasgrill og Píluspjald og þar er hægt að slappa af og njóta á kvöldin. Við hliðina á útieldhúsinu er líka matarborð fyrir 8. Bak við útieldhúsið er borðtennisborð sem hægt er að setja upp til hliðar.
Til hliðar við innganginn inn í húsið er stór verönd, með útiborði fyrir 12 manns,
Á veröndinni er lika lítið setusvæði með sófa og nokkrum stólum. Tveir útihitarar eru til staðar og karfa með teppum.
Bílastæði, med bílskýli fyrir a.m.k 3 bíla - Á bílastæðinu er einnig lítill körfuboltavöllur og úti gym.
