VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
LÝSING
Falleg og björt penthouse íbúð með útgengi út á rúmgóðar svalir með borði, stólum og góðu útsýni yfir sundlaugargarðinn, svalirnar snúa í suður og suðvestur. Frá svölum er gengið upp á fallega þakverönd með heitum potti, húsgögnum, sólbekkjum, útisturtu og pergólu. Í stofunni er sófi og snjallsjónvarp, WiFi, loftkæling og fallegt borðstofuborð með fjórum stólum. Eldhúsið er vel búið með öllum helstu áhöldum til matargerðar. Íbúðinni fylgir einkabílastæði í bílakjallara. Við íbúðina er góður sameiginlegur sundlaugagarður með sundlaug, barnalaug, líkamsrækt og góðri aðstöðu til sólbaða.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónherbergið er með 160cm hjónarúmi, góðum fataskápum og loftkælingu, inn af hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergi með tveimur 80 x 200 cm einstaklingsrúmum, góðum fataskápum og loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota frá hausti til vors.
Baðherbergin eru tvö
Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu. Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.