VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
4 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm1
LÝSING
Íbúðin er á 2.hæð í Altos de Mediterraeno kjarnanum í kryddgötuhverfinu í Villamartin. Rúmgóðar svalir með glerlokun og aðgengi að sameiginlegum sundlaugargarði, í sameign er upphituð inni sundlaug, úti sundlaug og líkamsræktarsalur. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á laugardagsmarkaðinn, Villamartin Plaza, nokkra flotta golfvelli, La Zenia verslunarmiðstöðina. Einnig fylgir bílastæði innan garðsins með fjarstýrðu hliði sem gestir hafa aðgang að fyrir bílaleigubílinn.
Falleg björt stofa sem einnig er borðstofa og opið er inní eldhúsið. Frá stofu er rennihurð út á góðar suð/suðvestur svalir sem búið er að loka með gleri og nýtast sem stækkun á stofu og borðstofu. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Hjónaherbergi er með hjónarúmi og góðum fataskápum og innangengt inná sér baðherbergi með sturtu.
Gestaherbergi er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskáp.
Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann.
Baðherbergin eru tvö
Baðherbergi er innaf hjónaherbergi með salerni, vaski, góðri sturtu og innréttingu með skúffum.
Hitt baðherbergið er með salerni, vask, góðri sturtu, innréttingu og þvottavél.
Baðhandklæði fylgja leigu fyrir gesti og einnig er hárblásari.
Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Svalir - Sundlaugargarður með upphitaðri inni sundlaug, úti sundlaug og líkamsræktarsal
Frá stofu og hjónaherbergi eru rennihurðar sem opna út á svalirnar sem eru með glerlokun. Í sameign er sundlaugargarður með upphitaðri inni sundlaug, úti sundlaug, sturtum og líkamsræktarsal, garðurinn er í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að. Þarna er frábær aðstaða til að sóla sig og slaka á eða skella sér í ræktina og njóta veðurblíðunnar á Spáni.