VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi3
-
Einstaklingsrúm2
-
Hjónarúm2
LÝSING
Fjarkahús í Los Altos hverfinu með flottum sundlaugargarði, gengið er inn í sólskála með fallegu borðstofusetti og þaðan er opið yfir í stofuna og eldhúsið. Í stofunni er rúmgóður sófi, sjónvarp, loftkæling og vifta í loftinu. Bjart og gott eldhús með uppþvottavél og öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru þrjú
Hjónaherbergi með 180x200 hjónarúmi, góðum skápum, lofkælingu og viftu í loftinu. Gestaherbergi með tveimur 90x200 einstaklingsrúmum, fataskáp og viftu í loftinu. Að auki er annað gestaherbergi á efri hæð, gengið er uppá þalsvalirnar og þar er herbergi með 140x200 hjónarúmi, loftkælingu og viftu.
Baðherbergi og þvottahús
Á aðalhæð hússins er baðherbergið með salerni, handlaug, sturtu og innréttingu með skúffum. Baðhandklæði eru til staðar en gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handklæði til sólbaða og til að taka með niður á strönd. Þvottavél og smá geymsla er við hlið húsins.
Verönd, þaksvalir og sameiginlegur sundlaugargarður
Sameiginlegur sundlaugargarður fylgir íbúðinni, þar er stór sundlaug með barnalaug og sturtur.
Við húsið er flísalagður garður með sófasetti, Weber gasgrilli og pergólu, þaðan er síðan gengið uppá þaksvalirnar sem eru yfir íbúðinni. Á þaksvölum er pláss fyrir sólbekki og þar er einnig borð, stólar og pergóla.