VELDU DAGSETNINGAR TIL AÐ BÓKA
SVEFNPLÁSS
-
Hámarks fjöldi gesta
6 manns -
Svefnherbergi2
-
Einstaklingsrúm4
-
Svefnsófi1
LÝSING
Fallegt og vel búið einbýlishús á góðum stað við Santa Rosalia Lake and life Resort baðlónið sem er lokað svæði með öryggisgæslu. Svæðið er búið fjölbreyttri afþreyingu ýmis konar s.s. strandblakvellir, fótbolta- og körfuboltavellir, þá er mjög skemmtilegur par 3 æfingavöllur ásamt golf æfingasvæði, líkamsrækt og fleira. Svo ekki sé minnst á lónið sjálft sem er stærsta manngerða baðlón í Evrópu. Við lónið er einnig glæsilegur veitingastaður. Santa Rosalia Lake and life Resort svæðið er rétt fyrir utan strandbæinn Los Alcazares en bærinn er við hið rómaða Mar Menor innhaf sem er með skemmtilegri baðströnd og öllu því fjölbreytta mannlífi og afþreyingu sem spænskum baðströndum fylgir.
Húsið er búið öllum nútímaþægindum. Stór lokaður garður er við húsið með flísalagðri verönd, útihúsgögnum, borðum, stólum, sólbekkjum og Weber gasgrilli. Að auki eru stórar svalir sem snúa til suðurs og sólar nýtur frá morgni til kvölds. Í stofu er svefnsófi og snjallsjónvarp með fjölda rása m.a. íslenskar, WiFi, loftkæling og borðstofuborð með stólum. Eldhúsið er opið inní stofu, vel búið öllum helstu áhöldum til matagerðar, örbylgju og bakaraofn ásamt spanhelluborði.
Þá er uppþvottavél og þvottavél í húsinu.
Santa Rosalia svæðið er nýtt og enn að hluta til í byggingu. Það eru því byggingaframkvæmdir á svæðinu.
Svefnherbergin eru tvö með sér baðherbergjum
Bæði svefnherbergin eru með vönduðum rúmum og búin loftkælingu. Rúmin eru 200x90cm og hægt að taka í sundur og hafa sem tvö aðskilin rúm. Á herbergjum er baðherbergi með hita í gólfi og sturtu. Góðir fataskápar eru inni á herbergjum. Baðhandklæði fylgja en gestir þurfa að hafa sín eigin handklæði fyrir sólbað og til að taka með niður að lóni eða á ströndina.
Los Alcazares og svæðið þar í kring er paradís golfarans
Santa Rosalia svæðið er í Murcia héraðinu og er rétt um 4km fyrir utan Los Alcazares sem er skemmtilegur bær við ströndina meö fjölda veitingastaða vestan megin við Mar Menor (litla hafið) sem er stærsta saltvatnslón Evrópu. Mar Menor er tengt við Miðjarðarhafið en er venjulega 2-4 gráðum heitara en Miðjarðarhafið. Mar Menor er því mjög vinsælt fyrir áhugafólk um strandarlíf og vatna íþróttir ýmiss konar.
Í um 20-30 mínútna akstursfjarlægð frá Santa Rosalía svæðinu er fjöldi góðra golfvalla þar má nefna Roda Golf, La Serena Golf og Mar Menor golf sem eru í nokkra mínútna akstursfjarlægð. Svæðið er því sannkölluð paradís golfarans og hentar þeim vel sem vilja blanda saman góðri slökun, golfi og skemmtilegu strandlífi.